föstudagur, 3. ágúst 2012

Silhouettes

Untitled
Untitled
Untitled

Untitled

Eftir leikinn á móti Svíum í gær, þar sem lokamínúturnar voru svona í æsilegri kantinum fyrir mínar taugar, fórum við í smá göngu um Ásahverfið. Valhoppuðum niður hæðina og sannfærðumst um að við ættum að gera meira af því, jafnvel ganga til liðs við Valhoppsfélag Reykjavíkur. Fólk segir að maður geti ekki verið reiður eða fúll þegar maður valhoppar og það er býsna mikið til í því. Maður hristir svo hressilega upp í innkirtlakerfinu að hamingjuhormónin bara flæða fram. Sneddí svona hamingjuhormón.

Sólin var að leggja sig og rétt kíkti á okkur yfir hraunbreiðuna. Það er ansi magnað að sjá hraunið bera við djúpgulan himininn og ég ákvað að kenna Baldri að taka silhouette myndir þarna í hrauninu. Tókum nokkrar skemmtilegar pósur með mudras (jógískum fingrasetningum) og þær komu svona líka vel út á nýju Sony Xperia myndavélinni.

Náðum svo heim í tæka tíð til að glápa á söguna hans Dickens í útsetningu BBC, Great Expectations. Furðulegt hvað það getur verið kósý að glápa á eitthvað seint á kvöldin þegar tekið er að rökkva.

1 ummæli:

Augabragð sagði...

Geggjaðar myndir!