föstudagur, 19. júlí 2013

Sumar & salsa!

Sumar salsa!
 
Það er föstudagur, og þá er kominn tími á góða uppskrift!
 
Ég var búin að lofa að deila með ykkur uppskriftinni að sölsu sem ég útbjó síðustu helgi, og nú læt ég verða að því. Uppskriftin er frá Kelley sem heldur úti síðunni Mountain Mama Cooks.
 
Áður en við hefjumst handa þá er vert að geta þess að salsan er ansi þunn og því ekki lík að áferð þeirri sölsu sem maður fær venjulega úr krukku. Ef maður vill chunky sölsu þá er ráð að halda eftir einhverju af niðursoðnu tómötunum og bæta þeim útí eftir á svo þeir hakkist ekki í mauk.
 
En hvað sem áferð líður þá er þessi salsa mjög bragðgóð og við hökkuðum hana í okkur með einföldum nachos. Ég notaði afganginn síðan í salsalasanja og það kom mjög vel út. Hér er salsa frekar dýr út í búð og því gæti verið ákveðið hagræði í því að búa alltaf til sína eigin sölsu. Við sjáum til... 
 
Dembum okkur í'etta!
 
HVAÐ
425 g hakkaðir tómatar
285 g hakkaðir tómatar með chilli
1/2 laukur, gróft saxaður
1 hvítlauksgeiri, marinn
1/2 - 1 jalapeño, með eða án fræja (ég notaði jalapeño úr krukku og áætlaði hvað þyrfti margar sneiðar til að ná upp í hálfan jalapeño)
1 tsk hunang
1/2 tsk salt
1/4 tsk malað cumin
góð handfylli af kóríander
safi af einu lime
 
HVERNIG
Skellið öllu hráefninu í matvinnsluvél, notið pulse takkann í 30 sekúndur. Smakkið til. Reddí!

Takið fram nachos, setjist út í garð eða í sófann og njótið. Mmmm...

Kóríander
 
Salsa
 
Salsa
 
Salsa
 
Salsa

Engin ummæli: