KRAKÁ & BERLÍN 2006

Þann 1. október 2006 tókum við morgunflugið frá Kaupmannahöfn með flugfélaginu Sterling og lentum fyrir hádegi í Kraká. Þegar við vorum búin að koma farangri fyrir á farfuglaheimilinu var rölt um bæinn og notið þessa dásamlega sunnudags.  Annar dagurinn fór í verslunarráp og sá þriðji í að heimsækja saltnámuna í Wieliczka og síðan í kirkjugarðinn í Kasimierz.  Fjórða daginn heimsóttum við Auschwitz-Birkenau. Seinasta daginn kíktum við inn í Wawel kastalann og drekabælið þar, héngu á kaffihúsi og tókum svo næturlestina til Berlínar um kvöldið.

Eftir erfiða nótt í lestinni vorum við svo úrvinda að það fyrsta sem við gerðum þegar við vorum komin upp á farfuglaheimili var að skríða undir sæng og sofa til hádegis. Eftir það var dagurinn tekinn með stæl, kíkt á Alexanderplatz, þvælst yfir í Kreuzberg á æðislegan grænmetisstað og allt rölt um á löbbunum og þvælst um í U-bahn-inum.

Þar sem okkur fannst Berlín frekar stór og óaðgengileg tókum við á það ráð annan daginn okkar að fara í leiðsögutúr hjá þeim í New Berlin Tours. Þar eru enskumælandi leiðsögumenn sem sýna manni allt það markverðasta og gera það á verulega lifandi og skemmtilegan máta. Ef manni líkar vel er manni frjálst að greiða leiðsögumanni þjórfé, en það kostar ekkert í túrinn. Síðasta daginn skoðuðum við Berlínarmúrinn og Check Point Charlie safnið. Frábær borg!

Færslur frá Kraká & Berlín
Zapraszamy do Krakowa
Annar dagur í Kraká
Tveir merkisstaðir
Kraká kvödd
Komin til Berlínar

Myndir frá ferðinni: Hér!



Engin ummæli: